Hreinleikaþráin Bjarni Karlsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun