Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 09:14 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“ Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46