Við styðjum Guðmund Karl! Katrín Valdís Hjartardóttir, Andrea Bóel Bæringsdóttir og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifa 2. maí 2024 11:02 Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun