Góður forseti G. Pétur Matthíasson skrifar 2. maí 2024 17:00 Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar