„Ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:50 Þróttarkonur steinlágu fyrir Söndru Maríu Jessen sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Þrótti í Boganum í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og má til með að brosa. „Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu. Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
„Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu.
Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira