Baldur í þágu mannúðar og samfélags Anna María Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 17:00 Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar