Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott Andrés Ingi Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:01 Hver er loftslagsstefna ríkisstjórnar Íslands? Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar. Og loftslagsstefnan birtist í því að framlög til loftslagsmála voru skorin niður um milljarða á fjárlögum þessa árs og stefnt er að enn meiri lækkun á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun. Til að draga upp skýrari mynd af stöðunni kallaði ég umhverfisráðherra í sérstaka umræðu á Alþingi fyrr í vikunni. Helstu markmið óljós Fyrir síðustu kosningar byggðum við Píratar umhverfis- og loftslagsstefnu okkar á vísindum. Það skilaði markmiði upp á 70% samdrátt í losun árið 2030. Það skilaði Pírötum líka hæstu einkunninni í Sólinni hjá Ungum umhverfissinnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því miður ekki gengið jafnlangt, heldur er þar sett sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt. Þar virðist þó settur fram meiri metnaður en í skuldbindingum með Evrópusambandinu frá 2020, sem ráðherra reiknar með að skili Íslandi kröfu um 40% samdrátt í samfélagslosun. Og þar eru kröfurnar enn meiri en í úreltri aðgerðaáætluninni, sem miðar við 29% lækkun samfélagslosunar. Vandinn er að jafnvel metnaðarlausu markmiðin eru ekki að nást. Þegar umhverfisráðherra svaraði því hvernig málin standa sagði hann útreikninga Umhverfisstofnunar í drögum að uppfærðri aðgerðaáætlun sem mögulega verði birt í þessum mánuði sýni fram á 35% samdrátt árið 2030. Í þrjú ár höfum við beðið eftir því að ríkisstjórnin stígi inn í nýtt kjörtímabil með nýtt og betra plan. Er þetta þá allur árangurinn, að ný áætlun á ekki að ná upp í 40% alþjóðlegu skuldbindinguna, hvað þá falsmyndina sem birtist í stjórnarsáttmála um að stjórnin stefni á 55% samdrátt. Aðgerðir ómarkvissar Píratar leggja áherslu á að aðgerðir í loftslagsmálum séu réttlátar og gagnist öllu samfélaginu. Þannig fáum við öll með í það verk sem þarf að vinna í þágu framtíðarkynslóða. Þess vegna höfum við veitt ríkisstjórninni virkt aðhald í sínum áætlunum. Þetta reyndi á þegar ríkisstjórnin studdi fólk til rafbílakaupa, án þess að nota tækifærið til að fækka einkabílum, og aftur þegar hún breytti stuðningskerfinu svo klúðurslega að sala á rafbílum hrundi um síðustu áramót. Á sama tíma ætlaði ríkisstjórnin að fella algjörlega niður ívilnun til reiðhjóla. Við Píratar tókumst á við ráðherrann um þessa ákvörðun – enda er þetta ein einfaldasta og skilvirkasta loftslagsaðgerðin, sem virkjar ótrúlega stóran hóp fólks til að stunda virkar samgöngur í staðinn fyrir að stóla á einkabílinn. Á endanum hafði meirihluti Alþingis vit fyrir ríkisstjórninni og hélt áfram stuðningi við reiðhjólakaup. Þó að umhverfisráðherra tali um að nota peninginn þar sem hver króna skili sem mestum árangri var engin af þessum hugmyndum metin frá loftslagsáhrifum. Langfæstar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fara í gegnum slíkt mat. Á sama tíma hefur ráðherrann dregið allar tennur úr Loftslagsráði, eina opinbera apparatinu sem hefur vísi að formlegu aðhaldshlutverki gagnvart loftslagsaðgerðum stjórnvalda. Lausn loftslagsvandans má ekki vera á kostnað náttúru Píratar jarðtengja alla sína umhverfis- og loftslagsstefnu með varúðarreglunni, þeirri grundvallarreglu umhverfisréttar sem krefst þess að við ígrundum vandlega allar ákvarðanir sem hafa áhrif á náttúru og lífríki. Vöxtur samfélagsins þarf að vera í sátt við náttúruna sem við erum hluti af. Ríkisstjórnin er á öðrum stað. Á peppfundi til að fagna endurlífgun stjórnarinnar eftir páska gekk varaformaður Sjálfstæðisflokksins svo langt að segja að við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun heldur bara virkja, virkja, virkja. Í því landi sem framleiðir hlutfallslega meira af endurnýjanlegri raforku en nokkuð annað ríki, þá verður loftslagsvandinn ekki leystur með eintómum virkjunum. Þannig hugsar bara stjórnmálafólk sem sér ekki stóru myndina: Loftslagsvandinn er líka vandi líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndar. Þegar ráðherra svaraði því hvernig hann ætlaði að sjá til þess að markmið í loftslagsmálum væru ekki sett á kostnað náttúruverndar, var eins og hann kæmi algjörlega af fjöllum. Á sama tíma og hann talaði um að nota náttúrumiðaðar lausnir til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar, þá var eins og hann hefði alveg misst af sinni eigin ofuráherslu á að virkja sig framhjá loftslagsvandanum. Áhersla sem hann setur fram á þann hátt að bendir til þess að umhverfisráðherra vilji ýta til hliðar öllum sjónarmiðum náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni. Orkuskipti út í loftið skila engu Við Píratar höfum talað fyrir því að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar og hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu. Rými til slíkrar umræðu er ekkert hjá núverandi ríkisstjórn. Frá fyrsta degi hefur umhverfisráðherra farið mikinn í því að nýta sér baráttuna í loftslagsmálum til að ýta á úrelta virkjunarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann klifar á því að þurfi að tvöfalda raforkuframleiðslu – tvöfalda framleiðslu í útbólgnasta raforkukerfi heims. Það er hins vegar fullkomlega innistæðulaust meðan ríkisstjórnin hefur ekki fest í sessi neinar reglur sem tryggja að ný orka fari í orkuskipti. Þegar umhverfisráðherra var spurður hvernig hann ætli að tryggja að bæði núverandi og ný orka nýtist í bein orkuskipti umfram aðra starfsemi kom ótrúlegasta fullyrðing umræðunnar: „Öll orka sem við setjum núna inn skilar sér í orkuskiptum,“ segir umhverfisráðherra Íslands. Eins og fyrir töfra, án þess að neinar reglur kveði á um það, þá trúir ráðherrann því að hvert einasta megavatt nýtist sjálfkrafa í græn umskipti. Er það nema von að fólk hafi áhyggjur af botnvirkjunarkórum í stjórnarráðinu? Stefnuleysinu þarf að ljúka Þegar núverandi ríkisstjórn endurnýjaði samstarfið eftir kosningar 2021 var áherslumunurinn hvergi skýrari en í umhverfis- og loftslagsmálum. Hver verður niðurstaðan þegar svona ólíkir flokkar grautast saman, spurðum við mörg. Hvernig ná þeir að stilla saman strengi, flokkurinn sem fékk 80% í Sólinni og flokkarnir sem fengu 13% og 21%? Niðurstaðan er sú að raunverulegur metnaður hefur verið keyrður niður, aðgerðir tefjast en ríkisstjórnin slær um sig með innistæðulausum upphrópunum um eigin árangur. Það er löngu kominn tími á að breyta um kúrs í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin þarf að setja raunverulega og metnaðarfulla loftslagsstefnu fyrir Ísland. Stefnu sem endurspeglar þann mikla vija sem almenningur sýnir til grænna umskipta. Stefnu sem byggir á þeim góða grunni sem ríkulegar auðlindir Íslands búa okkur. Stefnu byggir upp betra, heilnæmara og skemmtilegra samfélag til framtíðar. En til þess þarf nýja ríkisstjórn, þar sem sitja saman flokkar sem eru sammála um að ná raunverulegum árangri í staðinn fyrir grænþvottabandalagið sem situr að völdum í dag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hver er loftslagsstefna ríkisstjórnar Íslands? Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar. Og loftslagsstefnan birtist í því að framlög til loftslagsmála voru skorin niður um milljarða á fjárlögum þessa árs og stefnt er að enn meiri lækkun á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun. Til að draga upp skýrari mynd af stöðunni kallaði ég umhverfisráðherra í sérstaka umræðu á Alþingi fyrr í vikunni. Helstu markmið óljós Fyrir síðustu kosningar byggðum við Píratar umhverfis- og loftslagsstefnu okkar á vísindum. Það skilaði markmiði upp á 70% samdrátt í losun árið 2030. Það skilaði Pírötum líka hæstu einkunninni í Sólinni hjá Ungum umhverfissinnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því miður ekki gengið jafnlangt, heldur er þar sett sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt. Þar virðist þó settur fram meiri metnaður en í skuldbindingum með Evrópusambandinu frá 2020, sem ráðherra reiknar með að skili Íslandi kröfu um 40% samdrátt í samfélagslosun. Og þar eru kröfurnar enn meiri en í úreltri aðgerðaáætluninni, sem miðar við 29% lækkun samfélagslosunar. Vandinn er að jafnvel metnaðarlausu markmiðin eru ekki að nást. Þegar umhverfisráðherra svaraði því hvernig málin standa sagði hann útreikninga Umhverfisstofnunar í drögum að uppfærðri aðgerðaáætlun sem mögulega verði birt í þessum mánuði sýni fram á 35% samdrátt árið 2030. Í þrjú ár höfum við beðið eftir því að ríkisstjórnin stígi inn í nýtt kjörtímabil með nýtt og betra plan. Er þetta þá allur árangurinn, að ný áætlun á ekki að ná upp í 40% alþjóðlegu skuldbindinguna, hvað þá falsmyndina sem birtist í stjórnarsáttmála um að stjórnin stefni á 55% samdrátt. Aðgerðir ómarkvissar Píratar leggja áherslu á að aðgerðir í loftslagsmálum séu réttlátar og gagnist öllu samfélaginu. Þannig fáum við öll með í það verk sem þarf að vinna í þágu framtíðarkynslóða. Þess vegna höfum við veitt ríkisstjórninni virkt aðhald í sínum áætlunum. Þetta reyndi á þegar ríkisstjórnin studdi fólk til rafbílakaupa, án þess að nota tækifærið til að fækka einkabílum, og aftur þegar hún breytti stuðningskerfinu svo klúðurslega að sala á rafbílum hrundi um síðustu áramót. Á sama tíma ætlaði ríkisstjórnin að fella algjörlega niður ívilnun til reiðhjóla. Við Píratar tókumst á við ráðherrann um þessa ákvörðun – enda er þetta ein einfaldasta og skilvirkasta loftslagsaðgerðin, sem virkjar ótrúlega stóran hóp fólks til að stunda virkar samgöngur í staðinn fyrir að stóla á einkabílinn. Á endanum hafði meirihluti Alþingis vit fyrir ríkisstjórninni og hélt áfram stuðningi við reiðhjólakaup. Þó að umhverfisráðherra tali um að nota peninginn þar sem hver króna skili sem mestum árangri var engin af þessum hugmyndum metin frá loftslagsáhrifum. Langfæstar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fara í gegnum slíkt mat. Á sama tíma hefur ráðherrann dregið allar tennur úr Loftslagsráði, eina opinbera apparatinu sem hefur vísi að formlegu aðhaldshlutverki gagnvart loftslagsaðgerðum stjórnvalda. Lausn loftslagsvandans má ekki vera á kostnað náttúru Píratar jarðtengja alla sína umhverfis- og loftslagsstefnu með varúðarreglunni, þeirri grundvallarreglu umhverfisréttar sem krefst þess að við ígrundum vandlega allar ákvarðanir sem hafa áhrif á náttúru og lífríki. Vöxtur samfélagsins þarf að vera í sátt við náttúruna sem við erum hluti af. Ríkisstjórnin er á öðrum stað. Á peppfundi til að fagna endurlífgun stjórnarinnar eftir páska gekk varaformaður Sjálfstæðisflokksins svo langt að segja að við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun heldur bara virkja, virkja, virkja. Í því landi sem framleiðir hlutfallslega meira af endurnýjanlegri raforku en nokkuð annað ríki, þá verður loftslagsvandinn ekki leystur með eintómum virkjunum. Þannig hugsar bara stjórnmálafólk sem sér ekki stóru myndina: Loftslagsvandinn er líka vandi líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndar. Þegar ráðherra svaraði því hvernig hann ætlaði að sjá til þess að markmið í loftslagsmálum væru ekki sett á kostnað náttúruverndar, var eins og hann kæmi algjörlega af fjöllum. Á sama tíma og hann talaði um að nota náttúrumiðaðar lausnir til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar, þá var eins og hann hefði alveg misst af sinni eigin ofuráherslu á að virkja sig framhjá loftslagsvandanum. Áhersla sem hann setur fram á þann hátt að bendir til þess að umhverfisráðherra vilji ýta til hliðar öllum sjónarmiðum náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni. Orkuskipti út í loftið skila engu Við Píratar höfum talað fyrir því að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar og hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu. Rými til slíkrar umræðu er ekkert hjá núverandi ríkisstjórn. Frá fyrsta degi hefur umhverfisráðherra farið mikinn í því að nýta sér baráttuna í loftslagsmálum til að ýta á úrelta virkjunarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann klifar á því að þurfi að tvöfalda raforkuframleiðslu – tvöfalda framleiðslu í útbólgnasta raforkukerfi heims. Það er hins vegar fullkomlega innistæðulaust meðan ríkisstjórnin hefur ekki fest í sessi neinar reglur sem tryggja að ný orka fari í orkuskipti. Þegar umhverfisráðherra var spurður hvernig hann ætli að tryggja að bæði núverandi og ný orka nýtist í bein orkuskipti umfram aðra starfsemi kom ótrúlegasta fullyrðing umræðunnar: „Öll orka sem við setjum núna inn skilar sér í orkuskiptum,“ segir umhverfisráðherra Íslands. Eins og fyrir töfra, án þess að neinar reglur kveði á um það, þá trúir ráðherrann því að hvert einasta megavatt nýtist sjálfkrafa í græn umskipti. Er það nema von að fólk hafi áhyggjur af botnvirkjunarkórum í stjórnarráðinu? Stefnuleysinu þarf að ljúka Þegar núverandi ríkisstjórn endurnýjaði samstarfið eftir kosningar 2021 var áherslumunurinn hvergi skýrari en í umhverfis- og loftslagsmálum. Hver verður niðurstaðan þegar svona ólíkir flokkar grautast saman, spurðum við mörg. Hvernig ná þeir að stilla saman strengi, flokkurinn sem fékk 80% í Sólinni og flokkarnir sem fengu 13% og 21%? Niðurstaðan er sú að raunverulegur metnaður hefur verið keyrður niður, aðgerðir tefjast en ríkisstjórnin slær um sig með innistæðulausum upphrópunum um eigin árangur. Það er löngu kominn tími á að breyta um kúrs í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin þarf að setja raunverulega og metnaðarfulla loftslagsstefnu fyrir Ísland. Stefnu sem endurspeglar þann mikla vija sem almenningur sýnir til grænna umskipta. Stefnu sem byggir á þeim góða grunni sem ríkulegar auðlindir Íslands búa okkur. Stefnu byggir upp betra, heilnæmara og skemmtilegra samfélag til framtíðar. En til þess þarf nýja ríkisstjórn, þar sem sitja saman flokkar sem eru sammála um að ná raunverulegum árangri í staðinn fyrir grænþvottabandalagið sem situr að völdum í dag. Höfundur er þingmaður Pírata.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun