Brúarsmið á Bessastaði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:00 Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun