Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. maí 2024 18:51 Keppnin fer fram á þriðjudag, fimmtudag og laugardag. EPA Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira