Girona í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu og tryggði Real í leiðinni titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 19:16 Leikmenn Girona fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag. Pedro Salado/Getty Images Girona mun leika í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti á næstu leiktíð en það varð ljóst eftir 4-2 sigur liðsins á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, nú í kvöld. Þar með er ljóst að Börsungar geta ekki náð Real Madríd á toppi deildarinnar og Real því orðið meistari. Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Real Madríd vann fyrr í dag öruggan 3-0 sigur á Cádiz og því þurfti Barcelona á sigri að halda til að fresta fagnaðarhöldum Real-liðsins sem átti titilinn þó vísan. Það virðist sem Börsungar hafi verið á þeim buxunum að láta hvítklædda Real-menn bíða örlítið lengur en Andreas Christensen kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins. Það tók Girona þó aðeins tæpa mínútu að jafna metin, það gerði Artem Dovbyk og staðan jöfn 1-1 þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir höfðu nælt sér í þrjú gul spjöld áður en heimamenn gerðust brotlegir innan eigin vítateigs undir lok fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var vítaspyrna sem Robert Lewandowski skoraði úr, staðan 1-2 í hálfleik. Það var svo um miðbik síðari hálfleiks sem heimamenn sneru leiknum algjörlega við. Portu kom inn af bekknum og gerbreytti leiknum. Hann jafnaði metin á sömu mínútu og hann kom inn á eftir undirbúning Dovbyk á 65. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar lagði Portu boltann á Miguel Gutiérrez og staðan orðin 3-2 Girona í vil. Á 74. mínútu var Portu svo aftur á ferðinni með sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 4-2. Reyndust það lokatölur og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá heimaliðinu sem og víðsvegar um Madríd. 👋 @ChampionsLeague ✨ pic.twitter.com/4xKHOHkqDk— Girona FC (@GironaFC) May 4, 2024 🙌 WE ARE THE LALIGA 2023/24 CHAMPIONS! 🙌 pic.twitter.com/Yo5QFw3SUO— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 4, 2024 Þegar 34 umferðir eru búnar í La Liga er Real Madríd orðið Spánarmeistari með 87 stig. Þar á eftir kemur Girona með 74 stig, Barcelona með 73 og Atlético Madríd með 67 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira