„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 19:57 Jökull Elísabetarson og hans menn fögnuðu góðum sigri í kvöld. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“ Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57