„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 22:19 Arnar Gunnlaugsson sá rautt þegar Víkingur tapaði 3-1 fyrir HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. „Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira