„Þetta var bara alveg geðveikt,ׅ“ segir Þorleifur aðspurður hvernig það hafi verið að sjá Mari Jaersk, Elísu Kristinsdóttur og Andra Guðmundsson koma í mark fyrr í dag í Öskjuhlíðinni og slá Ísaldnsmet hans.
Þorleifur stóð á hliðarlínunni og hvatti hlauparana áfram eftir að hafa sjálfur þurft að draga sig til hlés í keppninni sökum meiðsla.
„Bara rosalega gaman að horfa á þetta og fylgjast með þeim slá metið. Það eru allir að spyrja mig að því hvernig mér líði með þessi tíðindi. Maður svo sem átti ekki von á því að metið yrði slegið í dag. Ég get alveg viðurkennt það og var alveg búinn að setja mér það markmið að slá það í haust í samfloti með einhverjum. Þetta kom á óvart en bara gríðarlega gaman að þetta skildi takast.“
Viðtalið við Þorleif, sem var tekið skömmu eftir að Íslandsmet hans féll fyrr í dag, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: