Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Í henni segir að rannsókn á andláti konunnar, sem var fimmtug, og fannst látin á heimili sínu þann 22. apríl síðastliðinn miði vel.
„Sambýlismaður hennar á sjötugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að upp komst um málið og er hann grunaður um að hafa valdið konunni áverkum sem leiddu til dauða hennar,“ segir í tilkynningunni.
Þá er tekið fram að þegar lögregla hafi lokið rannsókn málsins verði það sent embætti Héraðssaksóknara til ákvörðunar um saksókn.