„Höfum engu að tapa núna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:42 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrir Val í kvöld. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk er tíu Valsmenn unnu sterkan 3-2 útisigur gegn Breiðabliki í kvöld. „Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09