Ísraelsmenn í aðgerðum í Rafah og taka yfir landamærastöðina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 06:40 Reykur stígur til lofts eftir árásir Ísraelshers á innviði við landamærin. AP/Ramez Habboub Ísraelsher stendur nú í aðgerðum í Rafah og hefur tekið yfir landamærastöðina í borginni, sem aðskilur Egyptaland og Gasa. Landamærin virðast vera lokuð eins og er. Starfsmenn hjálparsamtaka á svæðinu segja flutninga á aðföngum inn á Gasa um landamærin hafa verið stöðvaða. Talsmenn Ísraelshers segja aðgerðirnar munu standa yfir næstu klukkustundirnar, að minnsta kosti. New York Times hefur eftir embættismanni innan hersins að þrjú gangnaop hafi fundast á svæðinu og að um 20 hryðjuverkamenn hafi verið drepir frá því að aðgerðirnar hófust. Heimildarmaðurinn sagði enn fremur að aðgerðir næturinnar hefðu verið hnitmiðaðar og miðað að því að drepa hryðjuverkamenn Hamas og eyðileggja innviði samtakanna á svæðinu. Aðgerðirnar hefðu farið fram á því svæði sem fólk var hvatt til að rýma í gær. Fjórir ísraelskir hermenn hefðu látist á sunnudag, í árásum Hamas frá umræddu svæði. Bandaríkjamenn og fleiri bandamenn Ísrael hafa varað Ísraelsmenn við því að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir í Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við. New York Times hefur einnig greint frá því að vopnahléssamkomulagið sem Hamas samþykkti í gær hefði aðeins falið í sér smávægilega orðalagsbreytingu frá samkomulagi sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn hefðu fallist á. Menn eru sagðir deila um orðalagið „varanlegur friður“ (e. sustainable calm), sem leiðtogar Hamas eru sagðir túlka sem enda á átökum. Ísraelsmenn hafa hins vegar verið mjög skýrir með það að þeir muni ekki hverfa frá Gasa fyrr en þeir hafa náð markmiðum sínum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Starfsmenn hjálparsamtaka á svæðinu segja flutninga á aðföngum inn á Gasa um landamærin hafa verið stöðvaða. Talsmenn Ísraelshers segja aðgerðirnar munu standa yfir næstu klukkustundirnar, að minnsta kosti. New York Times hefur eftir embættismanni innan hersins að þrjú gangnaop hafi fundast á svæðinu og að um 20 hryðjuverkamenn hafi verið drepir frá því að aðgerðirnar hófust. Heimildarmaðurinn sagði enn fremur að aðgerðir næturinnar hefðu verið hnitmiðaðar og miðað að því að drepa hryðjuverkamenn Hamas og eyðileggja innviði samtakanna á svæðinu. Aðgerðirnar hefðu farið fram á því svæði sem fólk var hvatt til að rýma í gær. Fjórir ísraelskir hermenn hefðu látist á sunnudag, í árásum Hamas frá umræddu svæði. Bandaríkjamenn og fleiri bandamenn Ísrael hafa varað Ísraelsmenn við því að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir í Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við. New York Times hefur einnig greint frá því að vopnahléssamkomulagið sem Hamas samþykkti í gær hefði aðeins falið í sér smávægilega orðalagsbreytingu frá samkomulagi sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn hefðu fallist á. Menn eru sagðir deila um orðalagið „varanlegur friður“ (e. sustainable calm), sem leiðtogar Hamas eru sagðir túlka sem enda á átökum. Ísraelsmenn hafa hins vegar verið mjög skýrir með það að þeir muni ekki hverfa frá Gasa fyrr en þeir hafa náð markmiðum sínum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira