Stormy Daniels í dómsal með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 14:16 Stormy Daniels hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump á árum áður. Einkalögmaður Trumps greiddi henni 130 þúsund dali fyrir að dreifa sögunni ekki en Trump hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi lögmanninum. AP/Markus Schreiber Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira