Hætta skerðingum til stórnotenda Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2024 14:26 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10