Forseti allra Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 15:02 Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja. Hann á ekki aðeins að tala fyrir einn hóp og besta fólkið í embættið er það sem hefur líka unnið sér traust andstæðinga sinna. Það skiptir ekki máli hvort forseti var umdeildur fyrir kjör sitt en öllu máli að hann geti safnað þjóðinni saman á eftir eins og Vigdís gat. Nýverið bauð Katrín Jakobsdóttir mér og öðru ungu fólki að koma á fund til þess að ræða hvernig hægt væri að ná til ungs fólks og hvetja það til þess að afla sér upplýsinga um komandi forsetakosningar og mæta á kjörstað. Heil kynslóð skilur okkur Katrínu að, en þrátt fyrir það fannst mér við tala saman á jafningjagrundvelli. Hún hlustaði áhugasöm á tillögur okkar um hvaða samfélagsmiðla hún ætti helst að nota, hvernig væri hægt að komast hjá því að vera „cringe“ og hvers konar efni höfðaði til ungs fólks. Þetta sýndi mér að hún er ekki einungis áhugasöm og metnaðarfull um hvernig má nálgast fólk með ólíkum hætti og á ólíkum grundvelli, heldur einnig að hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, og það er eiginleiki sem mikilvægt er að hver manneskja í valdastöðu búi yfir. En forseti á ekki bara að vera flippkisi; hann verður líka að geta verið sameiningartákn fyrir þjóðina þegar á móti blæs. Katrín sýndi hæfileika sína til þess að takast á við erfiðar og fordæmalausar aðstæður á tímum heimsfaraldursins og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar sýndi hún mikla yfirvegun en einnig aðlögunarhæfni, og var umfram allt vinalegt andlit á erfiðum tímum sem hægt var að líta til þegar allt virtist vonlaust. Katrín býr einnig yfir mikilli þekkingu á alþjóðamálum og hefur hefur verið sannur sómi þjóðarinnar á erlendum vettvangi, svo ég minnist ekki á hversu fær hún er að tjá sig á öðrum málum en sínum eigin. Það er mikilvægt að forsetinn sé manneskja sem við getum verið stolt af þegar hann fer sem fulltrúi þjóðarinnar að hitta erlenda þjóðhöfðingja eða annað merkisfólk, og reynsla Katrínar mun reynast ómetanleg í þeim málum. Ég veit líka um fáa frambjóðendur sem kunna að brjóta úr og galdra það fram heilt aftur, og saga í sundur hönd og setja hana saman á ný, og þó sá hæfileiki gagnist ekki beint í forsetaembættinu er það hæfileiki sem ekki er hægt að taka frá henni, og er einnig einstaklega skemmtilegt að verða vitni að. Katrín Jakobsdóttir er sú sem ég mun kjósa til forsetaembættisins, því hún er einfaldlega hæfasti kandídatinn, hefur mesta reynslu og hefur staðið sig vel í öllu sem á hefur dunið. Hún er vön flóknum úrlausnarefnum og mun ekki kippa sér upp við neitt sem gerist í embætti. Höfundur er háskólanemi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun