Þurfa leyfi til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 19:05 Girona hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu, það er ef UEFA leyfir félaginu að taka þátt. Alex Caparros/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Girona tryggði sér nýverið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er þó enn óvíst hvort liðið fái að taka þátt þar sem það er að hluta til í eigu City Football Group sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City. Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira