Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 10:09 Franziska Giffey, fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins í Berlín, varð nýjasta fórnarlamb árása á stjórnmálamenn í gær. AP/Markus Schreiber Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46