Hagnaðist um tæpa ellefu milljarða þrátt slæman búskap Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 15:54 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi nam 10,7 milljörðum kr. og handbært fé frá rekstri 14 milljörðum króna. Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu fyrirtækisins á ársfjórðungnum. Í fréttatilkynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs segir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar hafi aldrei verið betri, eiginfjárhlutfall sé 65,9 prósent og skuldsetning komin niður í 1,3x rekstrarhagnað fyrir afskriftir. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi gekk vel miðað við aðstæður. Eftir tvö einstök rekstrarár í sögu fyrirtækisins er afkoman áfram góð,“ er haft eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hagnaður dróst saman um 29 prósent Hagnaður af grunnrekstri hafi numið 77,4 milljónum bandaríkjadala á fjórðungnum og minnkað um tæp 29 prósent frá sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri hafi numið 101 milljón dala og dregist saman um tæp þrjátíu prósent. Bæði hagnaður af grunnrekstri og handbært fé frá rekstri hafi þó staðist samanburð við fyrsta ársfjórðung 2022, sem þá var metár. Vatnsbúskapurinn litar uppgjörið „Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu Landsvirkjunar á ársfjórðungnum. Selt magn dróst af þeim sökum saman um 6 prósent frá sama tíma í fyrra. Meðalverð til stórnotenda lækkaði einnig miðað við sama tímabil á síðasta ári. Lækkunina má að mestu rekja til þess að verðtenging við Nordpool-markaðinn í samningi við einn stórnotanda féll niður í lok síðasta árs. Rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi drógust saman um 18 prósent miðað við sama tímabil árið 2023,“ er haft eftir Herði. Áfram batni fjárhagsstaða Landsvirkjunar. Nettó skuldir hafi lækkað um 95 milljónir bandaríkjadala frá áramótum og eiginfjárhlutfall sé hærra en nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins, eða 65,9 prósent. Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í fréttatilkynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs segir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar hafi aldrei verið betri, eiginfjárhlutfall sé 65,9 prósent og skuldsetning komin niður í 1,3x rekstrarhagnað fyrir afskriftir. „Rekstur Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi gekk vel miðað við aðstæður. Eftir tvö einstök rekstrarár í sögu fyrirtækisins er afkoman áfram góð,“ er haft eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hagnaður dróst saman um 29 prósent Hagnaður af grunnrekstri hafi numið 77,4 milljónum bandaríkjadala á fjórðungnum og minnkað um tæp 29 prósent frá sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri hafi numið 101 milljón dala og dregist saman um tæp þrjátíu prósent. Bæði hagnaður af grunnrekstri og handbært fé frá rekstri hafi þó staðist samanburð við fyrsta ársfjórðung 2022, sem þá var metár. Vatnsbúskapurinn litar uppgjörið „Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu Landsvirkjunar á ársfjórðungnum. Selt magn dróst af þeim sökum saman um 6 prósent frá sama tíma í fyrra. Meðalverð til stórnotenda lækkaði einnig miðað við sama tímabil á síðasta ári. Lækkunina má að mestu rekja til þess að verðtenging við Nordpool-markaðinn í samningi við einn stórnotanda féll niður í lok síðasta árs. Rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi drógust saman um 18 prósent miðað við sama tímabil árið 2023,“ er haft eftir Herði. Áfram batni fjárhagsstaða Landsvirkjunar. Nettó skuldir hafi lækkað um 95 milljónir bandaríkjadala frá áramótum og eiginfjárhlutfall sé hærra en nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins, eða 65,9 prósent.
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira