Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 16:45 Björn Leví spurði Bjarna hvernig honum liði, með að hafa átt stóran þátt í máli með að blessa gjafagjörning Haraldar Johnnessen? vísir Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira