Hávær áköll hafa verið undanfarna mánuði að meina Ísrael þátttöku í keppninni vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði þar sem talið er að á fjórða tug þúsunda hafi fallið. Það virðist ekki hafa haft áhrif á stuðning Evrópubúa í kosningunni í kvöld. Ísrael var ein tíu þjóða sem tryggði sig í úrslitin þökk sé símakosningu áhorfenda.
Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. Þegar þetta er skrifað er framlag Króata það eins sem talið er líklegra til sigurs en Ísrael. Lag Króata heitir Tim Tim Tagi Dim og er flutt af Marko Purisic sem notast við listamannsnafnið Baby lasagna, eða lasagnabarnið.
Tuttugu og sex lönd keppa í úrslitum á laugardagskvöldið. Hera Björk flutti framlag Íslands, Scared of heights, á fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudag en komst ekki áfram í úrslitin.
Að neðan má sjá hvaða þjóðir veðbankar telja líklegastar til sigurs á laugardaginn.
