„Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 10. maí 2024 12:00 Óskar Hrafn veltir nú fyrir sér næstu ævintýrum. Vísir/Hulda Margrét Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. Óskar Hrafn sagði upp og hefur ekki útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa félagið. Norskir miðlar greina þó frá því að það hafi verið valdabarátta og hann hafi til að mynda ekki fengið að ráða sinn eigin aðstoðarmann. „Maður var sjokkeraður yfir þessu enda aðeins búinn að þjálfa liðið í sjö leikjum. Það er sérstakt að félagið vilji ekki segja af hverju hann hætti,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Það eru ýmsar sögusagnir í gangi í Noregi. Er það heimþrá, saknar hann Íslands og fjölskyldunnar. Svo er það togstreitan og valdabaráttan. Það verða sögusagnir þar til kemur eitthvað frá félaginu eða Óskari,“ bætir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður við. Nú velta margir fyrir sér hvað taki við næst hjá Óskari. Eitt er þó ljóst að félög á Íslandi munu örugglega ræða þann möguleika að reyna að fá Óskar til sín. „Það eru ekki mörg störf sem hann færi í hér heima. Það eru stóru liðin sem hann myndi skoða. Þetta eru þá bara Valur og KR. Hann er ekki að fara að taka við Blikum. Arnar Gunnlaugs gæti farið frá Víkingi í lok sumars. Gæti hann farið í Víking?“ spyr Valur Páll en vitað er að margir KR-ingar væru til í að sjá Óskar snúa heim. „Hann er fyrst og fremst KR-ingur. Hrafninn svífur yfir Vesturbænum núna og þeir vita af honum. Það að Óskar sé á lausu mun koma alls konar sögusögnum og öðru af stað,“ segir Aron þá. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Fréttir vikunnar 10. maí Besta deild karla Norski boltinn Besta sætið KR Tengdar fréttir Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11 Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Óskar Hrafn sagði upp og hefur ekki útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa félagið. Norskir miðlar greina þó frá því að það hafi verið valdabarátta og hann hafi til að mynda ekki fengið að ráða sinn eigin aðstoðarmann. „Maður var sjokkeraður yfir þessu enda aðeins búinn að þjálfa liðið í sjö leikjum. Það er sérstakt að félagið vilji ekki segja af hverju hann hætti,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Það eru ýmsar sögusagnir í gangi í Noregi. Er það heimþrá, saknar hann Íslands og fjölskyldunnar. Svo er það togstreitan og valdabaráttan. Það verða sögusagnir þar til kemur eitthvað frá félaginu eða Óskari,“ bætir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður við. Nú velta margir fyrir sér hvað taki við næst hjá Óskari. Eitt er þó ljóst að félög á Íslandi munu örugglega ræða þann möguleika að reyna að fá Óskar til sín. „Það eru ekki mörg störf sem hann færi í hér heima. Það eru stóru liðin sem hann myndi skoða. Þetta eru þá bara Valur og KR. Hann er ekki að fara að taka við Blikum. Arnar Gunnlaugs gæti farið frá Víkingi í lok sumars. Gæti hann farið í Víking?“ spyr Valur Páll en vitað er að margir KR-ingar væru til í að sjá Óskar snúa heim. „Hann er fyrst og fremst KR-ingur. Hrafninn svífur yfir Vesturbænum núna og þeir vita af honum. Það að Óskar sé á lausu mun koma alls konar sögusögnum og öðru af stað,“ segir Aron þá. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Fréttir vikunnar 10. maí
Besta deild karla Norski boltinn Besta sætið KR Tengdar fréttir Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11 Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25
Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11
Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24
Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49