Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2024 20:01 Haraldur Árni Hróðmarsson er knattspyrnuþjálfari. arnar halldórsson Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. „Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
„Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31