Stjörnumenn skoruðu fyrra mark leiksins eftir að hafa unnið boltann úti á kanti og spilað honum vel á milli sín. Hilmar Árni Halldórsson átti að lokum fullkomna fyrirgjöf á Óla Val Ómarsson sem skoraði annan leikinn í röð.
Framarar jöfnuðu svo metin um miðjan seinni hálfleik eftir að hafa einnig spilað boltanum afar vel á milli sín en Guðmundur Magnússon skoraði markið, eftir frábæra skallasendingu Haraldar Einar Ásgrímssonar.
Hinir fimm leikirnir í sjöttu umferðinni fara fram í dag og á morgun en áður en að þeim kemur er Fram í 3. sæti deildarinnar með 11 stig og Stjarnan sæti neðar með 10 stig. Aðeins Víkingur með 12 stig og FH með 11 stig eru ofar, en þau lið mætast annað kvöld í Víkinni.
Sjötta umferð Bestu deildar karla:
Föstudagur 10. maí:
19.15 Stjarnan - Fram 1-1
Laugardagur 11. maí:
14.00 ÍA – Vestri
17.00 Valur – KA
Sunnudagur 12. maí:
17.00 KR – HK
19.15 Víkingur – FH
19.15 Fylkir – Breiðablik