„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 20:03 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs. „Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla Valur KA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira