Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:59 Patrick Pedersen er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni í ár, og alls 104 mörk í efstu deild á Íslandi sem er met hjá erlendum leikmanni. vísir/Anton Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi. Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57