Sameiningartákn? Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2024 10:30 Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun