Lífið

Krist­rún ekki lengur á meðal ungs jafnaðarfólks

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kristrún fékk viðurkenningarskjal.
Kristrún fékk viðurkenningarskjal.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnar 36 ára afmæli í dag. Hún telst því ekki lengur til ungs jafnaðarfólks, sem er fyrir fólk á aldrinum 16-35 ára. 

Í tilefni þessa færðu fulltrúar frá Ungu jafnaðarfólki henni blómvönd og útskriftarskírteini. Frá þessu er greint í tilkynningu Ungs jafnaðarfólks.

„Á tíma sínum í Samfylkingunni hefur Kristrún áorkað mörgu. Sem dæmi má nefna að hún er fyrsti kjörni formaður Samfylkingarinnar úr röðum Ungs jafnaðarfólks og hafa störf hennar verið okkur hvatning og innblástur. Auk þess var hún fyrsti meðlimur Ungs jafnaðarfólks til að vera oddviti á lista Samfylkingarinnar og voru þau Jóhann Páll Jóhannsson fyrsta nýja unga jafnaðarfólkið til að hljóta kjör til Alþingis síðan í alþingiskosningum 2003 en þau hlutu bæði kjör árið 2021.“

Fulltrúar UJ ásamt Kristrúnu; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir forseti Ungs jafnaðarfólks, Stefán Pettersson, Kristrún Frostadóttir, Ármann Leifsson og Óli Valur Pétursson. aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.