Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 08:12 Davies hefur unnið að því að vekja athygli á sýklalyfjaónæmi í um áratug en guðdóttir hennar lést af völdum ónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Getty/Pacific Press/LIghtRocket/Albin Lohr-Jones Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira