Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:43 Landsvirkjun hefur fram að þessu séð sjálf um söluferli á rafmagni til fyrirtækja sem selja heimilum og smærri fyrirtækjum raforku. Vísir/Vilhelm Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12