„Leikmyndin er auðvitað algjört rusl“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. maí 2024 09:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katie Hitchcock eru listrænir stjórnendur Ok, Bye. Aðsend „Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir. Langt frá því að vera hefðbundin ráðstefna Að sögn forsvarsmanna hefur vikan farið vel af stað. Í dag fer seinni dagur aðaldagskrárinnar fram og er loftlagsleikhúsið Ok, bye þar í forgrunni. Meðal þeirra sem koma fram eru Katrín Jakobsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Sara Sande, Hermigervill og Berndsen. Blaðamaður tók púlsinn á listrænum stjórnendum hátíðarinnar þeim Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Katie Hitchcock. „Ok, bye er loftslagsviðburður Iceland Innovation Week og líka hápunktur hátíðarinnar. Við vinnum hann í samstarfi við Davíð Helgason frumkvöðul og fjárfesti og snillingana hjá Transition Labs sem sjá um að koma stórum loftslagsverkefnum til Íslands,“ segja Melkorka og Katie og bæta við að viðburðurinn sé eins langt frá því að vera hefðbundin ráðstefna og hugsast getur. „Þetta er leikhús þar sem fjárfestar, frumkvöðlar og ótrúlega spennandi aðilar úr sjálfbærnigeiranum koma fram í bland við tónlistarfólk, dansara og aðra listamenn.“ View this post on Instagram A post shared by ICELAND INNOVATION WEEK | MAY 15TH-16TH 2024 (@icelandinnovationweek) Margar ráðstefnur runnu saman í eina Hugmyndin kviknaði upprunalega út frá ferðalögum Melkorku og Eddu, meðstofnanda hennar af hátíðinni. „Við höfðum verið að ferðast saman í nokkur ár og stýra sendiferðum fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki á stórar ráðstefnur erlendis. Við rákum okkur svo oft á það að í grunninn eru allar þessar ráðstefnur eins og renna saman. Fólk mætir á hátíðarsvæðið, sest kannski niður og hlustar á erindi í nokkrar mínútur á meðan að það er í símanum og það sem er sagt fer oftast inn um eitt eyrað og út um hitt. Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Minn bakgrunnur kemur úr listum en ég er dansari og danshöfundur í grunninn og upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna. Við erum með listrænt teymi, leikmynda og búningahönnuð, tónskáld, leikara, grafískan hönnuð og svo leikstýri ég. Við vinnum mjög náið saman að því að skapa heildstæða upplifun í takt við þemað,“ segir Melkorka. View this post on Instagram A post shared by ICELAND INNOVATION WEEK | MAY 15TH-16TH 2024 (@icelandinnovationweek) Listræna teymið á bak við Ok, bye er að vinna verkefnið saman nú þriðja árið í röð. „Við erum farin að þekkja hvort annað og ferlið ansi vel. Þetta er auðvitað heljarinnar púsl og í raun tvískipt ferli. Annars vegar byrjuðum við fyrir næstum því ári síðan að hafa samband við spennandi fyrirlesara en í ár kemur fólk frá NASA, Export and Investment Fund of Denmark, Sifted, Kost Capital, Ungum Umhverfissinnum og fleirum. Síðan byrjuðum við að æfa með dönsurum og leikurum fyrir nokkrum vikum og þessa dagana erum við að hlaða leikmynd inn á sviðið og undirbúa tæknirennsli. Við sjáum þetta í raun ekki koma saman fyrr en á sýningunni sjálfri sem er alltaf stressandi og spennandi í bland,“ segir Melkorka. Tuttugu fiskikör í Hörpu Teymið er óhrætt við að fara óhefðbundnar leiðir. „Fyrsta árið sem við héldum viðburðinn var útileguþema og þá tyrfðum við sviðið í Hörpunni. Árið þar á eftir var þemað okkar sjórinn og þá stöfluðum við tuttugu fiskikörum, baujum og netum frá Brim á sviðið. Í ár er þemað hringrásarhagkerfið og við ætlum að bjóða áhorfendum að stíga inn í endurvinnslustöð þar sem leikmyndin verða himinháir skúlptúrar gerðir úr rusli. Leikmyndin er því auðvitað algjört rusl,“ segir Melkorka hlæjandi. Með í verkefninu verða átta dansarar og Guðmundur Felixson verður kynnir og fær sömuleiðis í ár að vera starfsmaður endurvinnslustöðvarinnar. Sýningar á Íslandi Menning Nýsköpun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Langt frá því að vera hefðbundin ráðstefna Að sögn forsvarsmanna hefur vikan farið vel af stað. Í dag fer seinni dagur aðaldagskrárinnar fram og er loftlagsleikhúsið Ok, bye þar í forgrunni. Meðal þeirra sem koma fram eru Katrín Jakobsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Sara Sande, Hermigervill og Berndsen. Blaðamaður tók púlsinn á listrænum stjórnendum hátíðarinnar þeim Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Katie Hitchcock. „Ok, bye er loftslagsviðburður Iceland Innovation Week og líka hápunktur hátíðarinnar. Við vinnum hann í samstarfi við Davíð Helgason frumkvöðul og fjárfesti og snillingana hjá Transition Labs sem sjá um að koma stórum loftslagsverkefnum til Íslands,“ segja Melkorka og Katie og bæta við að viðburðurinn sé eins langt frá því að vera hefðbundin ráðstefna og hugsast getur. „Þetta er leikhús þar sem fjárfestar, frumkvöðlar og ótrúlega spennandi aðilar úr sjálfbærnigeiranum koma fram í bland við tónlistarfólk, dansara og aðra listamenn.“ View this post on Instagram A post shared by ICELAND INNOVATION WEEK | MAY 15TH-16TH 2024 (@icelandinnovationweek) Margar ráðstefnur runnu saman í eina Hugmyndin kviknaði upprunalega út frá ferðalögum Melkorku og Eddu, meðstofnanda hennar af hátíðinni. „Við höfðum verið að ferðast saman í nokkur ár og stýra sendiferðum fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki á stórar ráðstefnur erlendis. Við rákum okkur svo oft á það að í grunninn eru allar þessar ráðstefnur eins og renna saman. Fólk mætir á hátíðarsvæðið, sest kannski niður og hlustar á erindi í nokkrar mínútur á meðan að það er í símanum og það sem er sagt fer oftast inn um eitt eyrað og út um hitt. Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Minn bakgrunnur kemur úr listum en ég er dansari og danshöfundur í grunninn og upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna. Við erum með listrænt teymi, leikmynda og búningahönnuð, tónskáld, leikara, grafískan hönnuð og svo leikstýri ég. Við vinnum mjög náið saman að því að skapa heildstæða upplifun í takt við þemað,“ segir Melkorka. View this post on Instagram A post shared by ICELAND INNOVATION WEEK | MAY 15TH-16TH 2024 (@icelandinnovationweek) Listræna teymið á bak við Ok, bye er að vinna verkefnið saman nú þriðja árið í röð. „Við erum farin að þekkja hvort annað og ferlið ansi vel. Þetta er auðvitað heljarinnar púsl og í raun tvískipt ferli. Annars vegar byrjuðum við fyrir næstum því ári síðan að hafa samband við spennandi fyrirlesara en í ár kemur fólk frá NASA, Export and Investment Fund of Denmark, Sifted, Kost Capital, Ungum Umhverfissinnum og fleirum. Síðan byrjuðum við að æfa með dönsurum og leikurum fyrir nokkrum vikum og þessa dagana erum við að hlaða leikmynd inn á sviðið og undirbúa tæknirennsli. Við sjáum þetta í raun ekki koma saman fyrr en á sýningunni sjálfri sem er alltaf stressandi og spennandi í bland,“ segir Melkorka. Tuttugu fiskikör í Hörpu Teymið er óhrætt við að fara óhefðbundnar leiðir. „Fyrsta árið sem við héldum viðburðinn var útileguþema og þá tyrfðum við sviðið í Hörpunni. Árið þar á eftir var þemað okkar sjórinn og þá stöfluðum við tuttugu fiskikörum, baujum og netum frá Brim á sviðið. Í ár er þemað hringrásarhagkerfið og við ætlum að bjóða áhorfendum að stíga inn í endurvinnslustöð þar sem leikmyndin verða himinháir skúlptúrar gerðir úr rusli. Leikmyndin er því auðvitað algjört rusl,“ segir Melkorka hlæjandi. Með í verkefninu verða átta dansarar og Guðmundur Felixson verður kynnir og fær sömuleiðis í ár að vera starfsmaður endurvinnslustöðvarinnar.
Sýningar á Íslandi Menning Nýsköpun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira