Telja að hann hafi sent tvíburabróðurinn til Rúmeníu í sinn stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Edgar eða Edelino í leik með Dinamo Búkarest. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images) Edgar Miguel Ié, leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, hefur verið sakaður um að senda tvíburabróður sinn að spila fyrir rúmenska félagið. Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við. Fótbolti Rúmenía Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við.
Fótbolti Rúmenía Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira