Katrín eða Halla Hrund? Reynir Böðvarsson skrifar 13. maí 2024 21:01 Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun