Hinn ungi Lamine Yamal skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir undirbúning İlkay Gündoğan. Staðan 1-0 í hálfleik. Gündoğan nældi sér svo í gult spjald í síðari hálfleik og verður því í leikbanni í næstu umferð.
Það var svo komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Raphinha fór á punktinn og kom Börsungum í 2-0. Reyndust það lokatölur.
Barcelona er í 2. sæti með 76 stig, stigi meira en Girona sem er sæti neðar. Atlético Madríd er í 4. sæti með 70 stig.