„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 21:45 Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. „Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
„Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira