Með réttlætið að leiðarljósi Bergdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2024 22:01 Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar