Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifar 14. maí 2024 10:16 Græðgi lifir á hvalveiðum Eitt fyrirtæki, einn maður, stendur á bakvið veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur. - Sóley Ég held að ef við myndum byrja aftur að veiða hvali sem sagt núna þá myndi það setja allt á hvolf. - Ragnhildur Gísladóttir Íslenska þjóðin státar sig náttúrulega mjög mikið af náttúrunni. Við förum til útlanda og við tölum um norðurljósin og við tölum um fjöllin og við viljum leggja áherslu á það að þetta sé eitthvað sem að við getum verið stolt af og það er bara þannig að við getum ekki verið stolt af hvalveiðum. - GDRN Ef við hugsum í einhverju stærra samhengi, ef við erum ekki bara einhverjir molbúar með eitthvað ótrúlega þröngt sjónarhorn þá hljótum við að taka þátt í alþjóðasamfélaginu og viðurkenna það að þetta er liðin tíð. - Andri Snær Magnason Þegar það er eitthvað svona sem er bara cruel, og bara ógeðslegt þá er alveg kominn tími til þess að horfa á þetta aðeins öðruvísi. - Axel Flóvent Mig langar mest að segja að það er í lagi að skipta um skoðun. Að leyfa sér að vera næmur, að vera viðkvæmur, fyrir utan það að hlusta á staðreyndir og lesa rannsóknir. - Kolbeinn Arnbjörnsson Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda og þess vegna, af hverju ættum við að halda þeim áfram? Afhverju ekki að vernda þessi dýr sem að bera næringarefni út um hafið og búa til súrefni fyrir okkur og gera þessa plánetu að betri stað til að lifa á. Og mögulegum stað til að lifa á. - Hera Hilmarsdóttir Hvalirnir eru stoð lífkerfis sjávarins og við værum ekki hérna án sjávarins þannig að ef að hvalirnir fara þá förum við líka. - Berta Andrea Snædal Síðasti geirfuglinn, hafði verið drepinn, af íslendingum. Í dag hugsa ég með mér að skuld okkar við geirfuglinn sem verður auðvitað aldrei greidd með því að lífga hann við, að mögulega getum við greitt skuld okkar við geirfuglinn með því að friða hvali. - Sjón Þegar ég er að segja níu ára dóttur minni frá hvað er í gangi. Hvernig á maður að koma orðum að því hvernig fólk getur réttlætt hvað er í gangi? - Aníta Briem Ég vona að við stöndum saman um að verja þá um að verja þá alla og allt samfélagið. - Ragnhildur Gísladóttir Það er ótrúlega stór hluti af okkar sjálfsmynd sem þjóð, þessi hugmynd um okkursem fiskveiðiþjóð og hvernig hafið hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. En við erum ekki hvalveiðiþjóð. Og það er kannski okkar tækifæri núna til að gefa eitthvað til baka til náttúrunnarmeð því að hætta þessum ótrúlega tilgangslausu veiðum. - Berglind Pétursdóttir Ég held að akkúrat ef við ætlum að hengja okkur í einhverja svona lagafilmleika, af því að við getum ekki stigið sko einum millimeter út fyrir þennan ofboðslega mannhverfa ramma til þess að segja það skiptir eitthvað máli sem er stærra en við þá held ég við eigum engan sjens yfir höfuð að lifa af. - Rán Flygenring Og ég skil ekki að fólk sjái það ekki Ég held að það hljóti að vera mjög fáir sem sjá þetta ekki Kannski einn! - Ragnhildur Gísladóttir Með því að stöðva dráp á hvölum erum við að sýna öllum heiminum að það er tilvon!Fyrir jörðina. - Bubbi Morthens Af hverju getur ekki núna, tíminn núna verið tíminn þar sem við ákveðum aðhætta hvalveiðum? - Hera Hilmarsdóttir Sóley Stefánsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Andri Snær Magnason, Axel Flóvent, Kolbeinn Arnbjörnsson, Hera Hilmarsdóttir, Berta Andrea Snædal, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Aníta Briem, Berglind Pétursdóttir, Rán Flygenring, Bubbi Morthens. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Græðgi lifir á hvalveiðum Eitt fyrirtæki, einn maður, stendur á bakvið veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur. - Sóley Ég held að ef við myndum byrja aftur að veiða hvali sem sagt núna þá myndi það setja allt á hvolf. - Ragnhildur Gísladóttir Íslenska þjóðin státar sig náttúrulega mjög mikið af náttúrunni. Við förum til útlanda og við tölum um norðurljósin og við tölum um fjöllin og við viljum leggja áherslu á það að þetta sé eitthvað sem að við getum verið stolt af og það er bara þannig að við getum ekki verið stolt af hvalveiðum. - GDRN Ef við hugsum í einhverju stærra samhengi, ef við erum ekki bara einhverjir molbúar með eitthvað ótrúlega þröngt sjónarhorn þá hljótum við að taka þátt í alþjóðasamfélaginu og viðurkenna það að þetta er liðin tíð. - Andri Snær Magnason Þegar það er eitthvað svona sem er bara cruel, og bara ógeðslegt þá er alveg kominn tími til þess að horfa á þetta aðeins öðruvísi. - Axel Flóvent Mig langar mest að segja að það er í lagi að skipta um skoðun. Að leyfa sér að vera næmur, að vera viðkvæmur, fyrir utan það að hlusta á staðreyndir og lesa rannsóknir. - Kolbeinn Arnbjörnsson Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda og þess vegna, af hverju ættum við að halda þeim áfram? Afhverju ekki að vernda þessi dýr sem að bera næringarefni út um hafið og búa til súrefni fyrir okkur og gera þessa plánetu að betri stað til að lifa á. Og mögulegum stað til að lifa á. - Hera Hilmarsdóttir Hvalirnir eru stoð lífkerfis sjávarins og við værum ekki hérna án sjávarins þannig að ef að hvalirnir fara þá förum við líka. - Berta Andrea Snædal Síðasti geirfuglinn, hafði verið drepinn, af íslendingum. Í dag hugsa ég með mér að skuld okkar við geirfuglinn sem verður auðvitað aldrei greidd með því að lífga hann við, að mögulega getum við greitt skuld okkar við geirfuglinn með því að friða hvali. - Sjón Þegar ég er að segja níu ára dóttur minni frá hvað er í gangi. Hvernig á maður að koma orðum að því hvernig fólk getur réttlætt hvað er í gangi? - Aníta Briem Ég vona að við stöndum saman um að verja þá um að verja þá alla og allt samfélagið. - Ragnhildur Gísladóttir Það er ótrúlega stór hluti af okkar sjálfsmynd sem þjóð, þessi hugmynd um okkursem fiskveiðiþjóð og hvernig hafið hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. En við erum ekki hvalveiðiþjóð. Og það er kannski okkar tækifæri núna til að gefa eitthvað til baka til náttúrunnarmeð því að hætta þessum ótrúlega tilgangslausu veiðum. - Berglind Pétursdóttir Ég held að akkúrat ef við ætlum að hengja okkur í einhverja svona lagafilmleika, af því að við getum ekki stigið sko einum millimeter út fyrir þennan ofboðslega mannhverfa ramma til þess að segja það skiptir eitthvað máli sem er stærra en við þá held ég við eigum engan sjens yfir höfuð að lifa af. - Rán Flygenring Og ég skil ekki að fólk sjái það ekki Ég held að það hljóti að vera mjög fáir sem sjá þetta ekki Kannski einn! - Ragnhildur Gísladóttir Með því að stöðva dráp á hvölum erum við að sýna öllum heiminum að það er tilvon!Fyrir jörðina. - Bubbi Morthens Af hverju getur ekki núna, tíminn núna verið tíminn þar sem við ákveðum aðhætta hvalveiðum? - Hera Hilmarsdóttir Sóley Stefánsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Andri Snær Magnason, Axel Flóvent, Kolbeinn Arnbjörnsson, Hera Hilmarsdóttir, Berta Andrea Snædal, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Aníta Briem, Berglind Pétursdóttir, Rán Flygenring, Bubbi Morthens.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar