Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Á myndinni eru, frá vinstri, Blessing Newton sem var vísað til Nígeríu í gær, svo Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra og Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent