„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 15:01 Birta er búin að fá nóg þó auðvitað sé alltaf leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57