„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 15:01 Birta er búin að fá nóg þó auðvitað sé alltaf leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57