Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 15:42 Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Hún var síðar sakfelld fyrir að drepa sjö börn á nýburadeildinni sem hún starfaði á. Getty Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. New Yorker birti í gær ítarlega umfjöllun um mál Lucy Letby, hjúkrunarfræðings, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að bana sjö kornabörnum og fyrirburum og reyna að drepa nokkra til viðbótar á sjúkrahúsinu þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Verulegum efasemdum um grundvöll máls saksóknara gegn Letby er velt upp í greininni sem ber titilinn „Breskur hjúkrunarfræðingur var fundinn sekur um að drepa sjö börn. Gerði hún það?“. Á meðal þess sem er gagnrýnt er tölfræðileg sönnunargögn sem voru lykilþáttur í málinu gegn Letby og greinargerðir sérfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að börnunum hefði verið ráðinn bani vísvitandi. Greinin er ekki aðgengileg í Bretlandi eftir að New Yorker lokaði fyrir aðgang að henni á netinu til þess að verða við dómsúrskurði í Bretlandi. Talsmaður tímaritsins staðfesti það við Press Gazette, breskt tímarit sem fjallar um fjölmiðla. Nær öll umfjöllun um mál Letby er bönnuð á grundvelli dómsúrskurðar. Dómstóllinn sem dæmdi í málinu veitti ennfremur átta sjúkrahússtarfsmönnum sem báru vitni í málinu nafnleynd auk sautján foreldra og barna, að sögn Press Gazette. Telur ritskoðunina stríða gegn opnu réttarkerfi David Davis, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Íhaldsflokksins, gagnrýndi ritskoðunina á grein sem setti stórt spurningamerki við grundvöll málsins gegn Letby á breska þinginu í dag. Honum sýndist dómsúrskurðurinn stríða gegn opnu réttarkerfi í Bretlandi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnin skoðaði málið. Alex Chalk, dómsmálaráðherra Bretlands, svaraði því til að dómsúrskurði yrði að virða og niðurstöðu kviðdóms í máli Letby einnig. Ef snúa ætti dómnum við þyrfti það að gerast fyrir dómstólum, að því er segir í skoska blaðinu The National. Ósk Letby um áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól á næstunni. Það er hennar eini möguleiki að skjóta máli sínu til æðra dómstigs. Réttað verður yfir henni aftur vegna ákæruliða um tilraun til manndráps á fimm börnum sem kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um í upphaflegu réttarhöldunum. Líkt við rökleysu um meistaraskyttu Samkvæmt lýsingum í New Yorker greininni voru aðstæður á nýburadeildinni sem Letby starfaði á við Sjúkrahús greifynjunnar af Chester slæmar. Þröngt var um deildina, hana skorti viðeigandi tækjabúnað og nægilega þjálfað starfsfólk. Þá var mikið álag á læknum og hjúkrunarfræðingum sem kom niður á umönnun bæði mæðra og barna. Árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að myrða börn, hafi verið fyrsta árið í heila öld sem ungbarnadauði varð tíðari á Englandi. Eftir óvenjumörg dauðsföll á deildinni bárust böndin að Letby þar sem þau áttu það sameiginlegt að hafa gerst þegar hún var á vakt. Sjúkrahúsið færði Letby síðar í skrifstofustarf og lét hana gangast undir endurmat á hæfni. Í greininni er sagt frá efasemdum sérfræðinga um þá aðferðafræði að nota fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna sem sönnunargögn í málinu. Konunglega tölfræðifélagið hafi meðal annars sent bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem þeir gerðu í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að hafa verið dæmdir fyrir morð á sjúklingum. Burkhard Schafer, lagaprófessor við Edinborgarháskóla, sagði New Yorker að skýringarmynd sem lögreglan notaði til að sýna að Letby hefði alltaf verið á vakt þegar grunsamlegir atburðir áttu sér stað hafi vakið honum sérstakar áhyggjur. Skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni, ekki bara þau sem Letby var ákærð fyrir. Líkti hann aðferðinni við svonefnda meistaraskytturökleysu, algeng mistök við tölfræðigreiningu þar sem rannsakendur einblíni á lítinn hluta stórs gagnasafns sem passar við tilgátu þeirra. Það líkist dæmisögu af meintri meistaraskyttu í Texas sem skýtur af byssu sinni í hlöðuvegg og teiknar síðan skotmark utan um þann stað sem flest skotin hæfðu. Bretland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
New Yorker birti í gær ítarlega umfjöllun um mál Lucy Letby, hjúkrunarfræðings, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að bana sjö kornabörnum og fyrirburum og reyna að drepa nokkra til viðbótar á sjúkrahúsinu þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Verulegum efasemdum um grundvöll máls saksóknara gegn Letby er velt upp í greininni sem ber titilinn „Breskur hjúkrunarfræðingur var fundinn sekur um að drepa sjö börn. Gerði hún það?“. Á meðal þess sem er gagnrýnt er tölfræðileg sönnunargögn sem voru lykilþáttur í málinu gegn Letby og greinargerðir sérfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að börnunum hefði verið ráðinn bani vísvitandi. Greinin er ekki aðgengileg í Bretlandi eftir að New Yorker lokaði fyrir aðgang að henni á netinu til þess að verða við dómsúrskurði í Bretlandi. Talsmaður tímaritsins staðfesti það við Press Gazette, breskt tímarit sem fjallar um fjölmiðla. Nær öll umfjöllun um mál Letby er bönnuð á grundvelli dómsúrskurðar. Dómstóllinn sem dæmdi í málinu veitti ennfremur átta sjúkrahússtarfsmönnum sem báru vitni í málinu nafnleynd auk sautján foreldra og barna, að sögn Press Gazette. Telur ritskoðunina stríða gegn opnu réttarkerfi David Davis, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Íhaldsflokksins, gagnrýndi ritskoðunina á grein sem setti stórt spurningamerki við grundvöll málsins gegn Letby á breska þinginu í dag. Honum sýndist dómsúrskurðurinn stríða gegn opnu réttarkerfi í Bretlandi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnin skoðaði málið. Alex Chalk, dómsmálaráðherra Bretlands, svaraði því til að dómsúrskurði yrði að virða og niðurstöðu kviðdóms í máli Letby einnig. Ef snúa ætti dómnum við þyrfti það að gerast fyrir dómstólum, að því er segir í skoska blaðinu The National. Ósk Letby um áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól á næstunni. Það er hennar eini möguleiki að skjóta máli sínu til æðra dómstigs. Réttað verður yfir henni aftur vegna ákæruliða um tilraun til manndráps á fimm börnum sem kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um í upphaflegu réttarhöldunum. Líkt við rökleysu um meistaraskyttu Samkvæmt lýsingum í New Yorker greininni voru aðstæður á nýburadeildinni sem Letby starfaði á við Sjúkrahús greifynjunnar af Chester slæmar. Þröngt var um deildina, hana skorti viðeigandi tækjabúnað og nægilega þjálfað starfsfólk. Þá var mikið álag á læknum og hjúkrunarfræðingum sem kom niður á umönnun bæði mæðra og barna. Árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að myrða börn, hafi verið fyrsta árið í heila öld sem ungbarnadauði varð tíðari á Englandi. Eftir óvenjumörg dauðsföll á deildinni bárust böndin að Letby þar sem þau áttu það sameiginlegt að hafa gerst þegar hún var á vakt. Sjúkrahúsið færði Letby síðar í skrifstofustarf og lét hana gangast undir endurmat á hæfni. Í greininni er sagt frá efasemdum sérfræðinga um þá aðferðafræði að nota fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna sem sönnunargögn í málinu. Konunglega tölfræðifélagið hafi meðal annars sent bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem þeir gerðu í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að hafa verið dæmdir fyrir morð á sjúklingum. Burkhard Schafer, lagaprófessor við Edinborgarháskóla, sagði New Yorker að skýringarmynd sem lögreglan notaði til að sýna að Letby hefði alltaf verið á vakt þegar grunsamlegir atburðir áttu sér stað hafi vakið honum sérstakar áhyggjur. Skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni, ekki bara þau sem Letby var ákærð fyrir. Líkti hann aðferðinni við svonefnda meistaraskytturökleysu, algeng mistök við tölfræðigreiningu þar sem rannsakendur einblíni á lítinn hluta stórs gagnasafns sem passar við tilgátu þeirra. Það líkist dæmisögu af meintri meistaraskyttu í Texas sem skýtur af byssu sinni í hlöðuvegg og teiknar síðan skotmark utan um þann stað sem flest skotin hæfðu.
Bretland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16