Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Sævar Már Gústavsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun