Spánarmeistarar Real skoruðu fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 21:46 Leikmenn Real fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Það var ekki að sjá að Real Madríd hafi gleymt sér í að fagna Spánarmeistaratitlinum þegar liðið tók á móti Alavés. Meistararnir unnu gríðarlega sannfærandi 5-0 sigur. Tímabilið hjá Real er hvergi nærri búið þó liðið sé komið búið að tryggja sér sigur á Spáni enda eru Madrídingar komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Borussia Dortmund þann 1. júní næstkomandi. Hvað varðar leik kvöldsins þá átti Alavés, sem siglir lygnan sjó, aldrei möguleika. Jude Bellingham kom Real yfir á 10. mínútu eftir undirbúning Toni Kroos. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 2-0, Vinícius Júnior með markið eftir sendingu Edouardo Camavinga. 1⃣5⃣➕5⃣🟰⚽#RealMadridAlavés #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/AijE3Me9m3— LALIGA (@LaLiga) May 14, 2024 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kláruðu heimamenn svo dæmið. Bellingham fann þá Federico Valverde sem kom Real í 3-0. Yfirburðir heimamanna héldu áfram í síðari hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks lagði Bellingham boltann á Vini Jr. sem kom Madríd 4-0 yfir. Varamaðurinn Arda Güler skreytti svo kökuna með fimmta markinu þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 5-0. ꜱᴛᴀʀʙᴏʏ 🇹🇷🌟#LALIGAHighlights pic.twitter.com/mMrGmSViiY— LALIGA English (@LaLigaEN) May 14, 2024 Spánarmeistararnir eru nú komnir upp í 93 stig og geta endað tímabilið með 99 ef þeir vinna báða leikina sem þeir eiga eftir. Alavés er á sama tíma með 42 stig eftir 36 leiki. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Tímabilið hjá Real er hvergi nærri búið þó liðið sé komið búið að tryggja sér sigur á Spáni enda eru Madrídingar komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Borussia Dortmund þann 1. júní næstkomandi. Hvað varðar leik kvöldsins þá átti Alavés, sem siglir lygnan sjó, aldrei möguleika. Jude Bellingham kom Real yfir á 10. mínútu eftir undirbúning Toni Kroos. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 2-0, Vinícius Júnior með markið eftir sendingu Edouardo Camavinga. 1⃣5⃣➕5⃣🟰⚽#RealMadridAlavés #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/AijE3Me9m3— LALIGA (@LaLiga) May 14, 2024 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kláruðu heimamenn svo dæmið. Bellingham fann þá Federico Valverde sem kom Real í 3-0. Yfirburðir heimamanna héldu áfram í síðari hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks lagði Bellingham boltann á Vini Jr. sem kom Madríd 4-0 yfir. Varamaðurinn Arda Güler skreytti svo kökuna með fimmta markinu þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 5-0. ꜱᴛᴀʀʙᴏʏ 🇹🇷🌟#LALIGAHighlights pic.twitter.com/mMrGmSViiY— LALIGA English (@LaLigaEN) May 14, 2024 Spánarmeistararnir eru nú komnir upp í 93 stig og geta endað tímabilið með 99 ef þeir vinna báða leikina sem þeir eiga eftir. Alavés er á sama tíma með 42 stig eftir 36 leiki.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira