Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Nikola Jokic tekur við MVP-styttunni úr hendi Adams Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar. getty/Matthew Stockman Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn. NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira