Kletturinn Katrín Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. maí 2024 09:16 Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun