VÍS gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf VÍS 15. maí 2024 13:12 Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu Tryggingafélagið VÍS hefur nú í um tvö ár gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf. Hugmyndin kemur upphaflega frá viðskiptavinum félagsins. „Við viljum auðvelda nýbökuðum foreldrum að hafa augun á því sem skiptir mestu máli í þeirra lífi. Það er að mörgu að huga á fyrstu dögunum þegar barn bætist í fjölskylduna og barnabílspeglar eru ekki endilega efst á listanum hjá mörgum. Þess vegna ákváðum við að bjóða nýbökuðum foreldrum í viðskiptum hjá okkur barnabílspegla," segir Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS. Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að geta aukið öryggi skemmtilegustu ferðafélagana í umferðinni með þessum hætti en þessi hugmynd kemur upphaflega frá viðskiptavinum okkar.“ Höfum augun á því mikilvægasta í lífinu „Mælt er með því að barn sé í bakvísandi barnabílstól fram til þriggja til fjögurra ára aldurs. Barnabílspegill auðveldar foreldrum að hafa augun á barninu í slíkum stól og eiga í samskiptum það. Spegillinn minnkar einnig líkur á truflun í akstri þar sem ekki þarf að snúa sér við til að athuga með barnið eða eiga í samskiptum við það,” segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Tilboð og gjafir í VÍS appinu Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu ásamt fjölda annarra öryggisgjafa sem viðskiptavini geta óskað eftir. Þar má einnig finna tilboð og afslætti á vörum og þjónustu samstarfsaðila VÍS. „Við viljum sýna á einum stað allt það sem við höfum upp á að bjóða svo viðskiptavinir geti með auðveldum hætti fundið öryggisvörur sem henta hverju sinni eða nýtt þau tilboð sem við höfum aflað fyrir þá. Hvort sem það eru endurskinsmerki, framrúðuplástrar eða góð tilboð á dekkjum, barnabílstólum eða snjallöryggiskerfum, þá er það að finna Í VÍS appinu“ segir Ingibjörg enn fremur. Bílar Börn og uppeldi Tryggingar Heilsa Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Við viljum auðvelda nýbökuðum foreldrum að hafa augun á því sem skiptir mestu máli í þeirra lífi. Það er að mörgu að huga á fyrstu dögunum þegar barn bætist í fjölskylduna og barnabílspeglar eru ekki endilega efst á listanum hjá mörgum. Þess vegna ákváðum við að bjóða nýbökuðum foreldrum í viðskiptum hjá okkur barnabílspegla," segir Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS. Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að geta aukið öryggi skemmtilegustu ferðafélagana í umferðinni með þessum hætti en þessi hugmynd kemur upphaflega frá viðskiptavinum okkar.“ Höfum augun á því mikilvægasta í lífinu „Mælt er með því að barn sé í bakvísandi barnabílstól fram til þriggja til fjögurra ára aldurs. Barnabílspegill auðveldar foreldrum að hafa augun á barninu í slíkum stól og eiga í samskiptum það. Spegillinn minnkar einnig líkur á truflun í akstri þar sem ekki þarf að snúa sér við til að athuga með barnið eða eiga í samskiptum við það,” segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Tilboð og gjafir í VÍS appinu Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu ásamt fjölda annarra öryggisgjafa sem viðskiptavini geta óskað eftir. Þar má einnig finna tilboð og afslætti á vörum og þjónustu samstarfsaðila VÍS. „Við viljum sýna á einum stað allt það sem við höfum upp á að bjóða svo viðskiptavinir geti með auðveldum hætti fundið öryggisvörur sem henta hverju sinni eða nýtt þau tilboð sem við höfum aflað fyrir þá. Hvort sem það eru endurskinsmerki, framrúðuplástrar eða góð tilboð á dekkjum, barnabílstólum eða snjallöryggiskerfum, þá er það að finna Í VÍS appinu“ segir Ingibjörg enn fremur.
Bílar Börn og uppeldi Tryggingar Heilsa Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira