Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2024 09:47 Sölufyrirtæki geta nú keypt langtímavörur frá framleiðendum raforku á uppboðsmörkuðum. Elma stefnir á opnun fyrsta markaðarins með skammtímavörur á næsta ári. Vísir/Vilhelm Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið. Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43
Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00