Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2024 19:47 Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra getur lögreglan fylgst með fólki án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Píratar segja ekki hægt að leyfa það án ítarlegs ytra eftirlits. Getty Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira